Hennar tími er kominn

- Vanmat Ingibjargar -
Svör Ingibjargar við áskorun Jóns Baldvins um að endurnýja þurfi í forystu Samfylkingarinnar eru ekki í takt við þá bylgju sem gengur yfir þjóðfélagið og kröfu fólks í landinu. Ingibjörg virðist ekki vera gædd þeim hæfileika að geta tekið gagnrýni á uppbyggjandi og hátt. Þessi viðbrögð Ingibjargar eru ekki að birtast okkur nú í fyrsta skipti heldur virðist hér um endurtekna hegðun að ræða. Ingibjörg bregst seint og illa við gagnrýni, er ekki einlæg í svörum og á erfitt með að iðrast í viðtölum við blaða- og fréttamenn (sem er að mínu mati gluggi kjósenda númer eitt til að mynda sér skoðun á stjórnmálamönnum, flokkum og stefnu þeirra).

- Flugtak Ingibjargar -
Flug Ingibjargar náði hæstu hæðum í starfi borgarstjóra, þar stóð hún sig vel og var sameiningartákn þeirra flokka sem að Reykjavíkurlistanum stóðu. Hún höfaði einnig sterkt til meirihluta kjósenda í Reykjavík og í baráttusæti listanns fleytti hún fylginu með framboðinu. En frá því að hún tilkynnti um að hún myndi bjóða sig fram til alþingiskosninga hefur ferill hennar aðeins svipur hjá sjón.

- Staða Ingibjargar -
Miklar væntingar voru gerðar af Samfylkingarfólki til Ingibjargar sem sameiningartákn vinstri manna. Hún bauð hún sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Össuri Skarphéðinssyni, og sigraði hann. Margir studdu Össur enda hafði hann verið ötull starfsmaður flokksins frá stofnun hans og hafði hann lagt mikið á sig til að flokkurinn kæmist af stað sem alvöru stjórnmálaafl. En Ingibjörg hafði betur. Í skoðanakönnunum og kosningum frá því að Ingibjörg tók við hefur fylgið ekki aukist að neinu ráði frá því sem það var áður en hún tók við. Það má því með sanni segja að hennar tími sé kominn - og farinn!

- Frí Ingibjargar -
Ingibjörg Sólrun hefur nú tekið sér frí frá ráðherrasetu af persónulegum ástæðum. (Þing)flokkurinn sammældist um að Jóhanna Sigurðardóttir tæki við sem leiðtogi flokksins á Alþingi og settist hún í stól forsætisráðherra fyrir hönd flokksins.

- Meðbyr Samfylkingarinnar -
Það sem oft er kallað "momentum" í íþróttum og markaðsfræðum er þegar einhver stund á sér stað þar sem margir utanaðkomandi áhrifavaldar koma saman og mynda þennan sérstaka meðbyr sem þarf til að klára verkefni. Það er engu líkara nú en að meðbyr Ingibjargar Sólrúnar hafi lægt. Blása þarf vindi í segl Samfylkingarinnar fyrir næstu alþingiskosningar. Til að það megi verða þarf að skipa nýja forystusveit enda hefur nú þegar varaformaður gefið yfirlýsingu um að hann muni ekki gefa kost á sér. Ingibjörg ætti að sýna sóma sinn í að stíga niður af stóli formanns Samfylkingarinnar og hleypa þeim að sem meðbyr er með þessi misserin.

- Áskoranir -
* Ég skora hér með á Ingibjörgu að tilkynna sem allra fyrst að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri til formannsembættis á næsta landsfundi Samfylkingarinnar.

* Einnig skora ég á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra að tilkynna sem allra fyrst að hún muni sækjast eftir kjöri til formannsembættis á næsta landsfundi Samfylkingarinnar.

Sigurður Rúnarsson
mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þeir sem hafa fundið lyktina af valdinu ánetjast því.  Það hefur sagan sýnt okkur og það sést á íslenskum stjórnmálamönnum í dag. Bæði núverandi og fyrrverandi. Hugsaðu um The Lord of the Rings !

Þorsteinn Sverrisson, 14.2.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spólitík

Höfundur

Sigurður Rúnarsson
Sigurður Rúnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband